Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. september 2020 23:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nadía og Lára: Ekki búnar að fá krónu fyrir þetta
Stelpurnar mættu í hlaðvarp Sölva Tryggva.
Stelpurnar mættu í hlaðvarp Sölva Tryggva.
Mynd: Skjáskot - Podcast með Sölva Tryggva
Mason Greenwood og Phil Foden.
Mason Greenwood og Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Nadía Sif Líndal og Lára Clausen hafa verið tvær af umtöluðustu manneskjunum á Íslandi og í Bretlandi, síðustu daga.

Þær fóru upp á Hótel Sögu þegar enska landsliðið var hér á landi og hittu þær þar tvo enska landsliðsmenn, þá Mason Greenwood og Phil Foden.

Foden og Greenwood var hent úr enska landsliðshópnum í kjölfarið þar sem þeir brutu reglur um sóttvarnir með því að fá stelpurnar upp á hótel.

Stelpurnar fóru í viðtal í hlaðvarpsþátt Sölva Tryggvasonar í vikunni, en þátturinn var birtur í dag. Þar lýsa þær allri atburðarrásinni og segja meðal annars hvernig þær vöknuðu við hávært bank á dyrnar á hótelherberginu þar sem þær sváfu. Þegar þær opnuðu dyrnar var þar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ásamt öryggisvörðum.

Þær hafa báðar farið í viðtöl síðustu daga við ensk götublöð, The Sun og Daily Mail; Lára ræddi við Daily Mail og Nadía við The Sun. Báðum þessum viðtölum er lýst sem einkaviðtölum (e. excluive) þar sem þær tala um það hvernig kvöldið var. Þær segja frá sinni hlið en tala líka báðar um það að fótboltamennirnir hafi kysst þær.

„Hann (Foden) var góður að kyssa. Mér leið vel með þeim og Mason sagði að rassinn minn væri mjög flottur. Foden var sammála og Mason sagði við hann að ég væri stelpa sem hann ætti að vera með," segir Lára meðal annars í viðtalinu sínu við Daily Mail.

„Mason kyssti mig og þá hitnaði heldur betur í kolunum. Hann er augljóslega ekki jafn feiminn líkamlega og hann er félagslega. Já, það gerðust hlutir, en ég vil ekki kafa ofan í smáatriðin. Hann er í mjög góðu formi og mér líkaði það að hann er hávaxnari en ég," sagði Nadía við The Sun meðal annars.

Ensku slúðurblöðin kaupa oft sögur og segir meðal annars á vefsíðu The Sun að miðillinn sé með mesta fjármagnið af öllum fjölmiðlum Bretlands. Einhverjir telja að stelpurnar hafi selt fjölmiðlunum viðtal, og svo virðist sem fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson sé þar á meðal. Hann skrifar á Twitter: „fólk sem selur sögur af bólförum sínum (og myndir sem það tók í laumi og án leyfis af hjásvæfunni) til Daily Mail og The Sun er..."

Þær sjálfar segjast ekki hafa fengið krónu fyrir ferlið í hlaðvarpsþætti Sölva, sem er fyrsta viðtalið sem þær fara í á Íslandi.

„Það er mikið af fjölmiðlum og alls konar, maður þarf að hugsa hvernig dagurinn er því hann er pakkaður allan daginn. Við erum ekki búnar að fá krónu fyrir þetta," sagði Lára.

„Guð minn góður, við værum nú milljarðamæringar. Ég væri búin að kaupa mitt eigið hús," sagði Nadía.

Stelpurnar hafa fengið mörg ljót skilaboð en mikinn stuðning í kjölfarið á því. Þær þakka fyrir stuðninginn en viðtalið má hlusta á, og horfa á, í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner