Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 13. september 2020 12:21
Ívan Guðjón Baldursson
Sykurlaust Coca Cola orðið blátt í Kólumbíu
Mynd: Getty Images
Sykurlausar Coca Cola dósir í Kólumbíu eru orðnar bláar eftir félagaskipti landsliðsstjörnunnar James Rodriguez til Everton.

James er öflugur miðjumaður sem er í beinni samkeppni við Gylfa Þór Sigurðsson um byrjunarliðssæti en undanfarin ár hefur hann leikið fyrir FC Bayern og Real Madrid.

James er stórstjarna í Kólumbíu enda var hann leiðtogi liðsins sem endaði í þriðja sæti Copa America 2016. Þá var hann markahæsti leikmaður HM 2014 þegar Kólumbía var slegin út af Brasilíu í 8-liða úrslitum.

James hefur skorað 22 mörk í 76 leikjum fyrir aðallið Kólumbíu. Real Madrid borgaði 63 milljónir punda fyrir hann á sínum tíma, sem gerði hann að fjórða dýrasta knattspyrnumanni sögunnar.


Athugasemdir
banner
banner