mán 13. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Leeds: Þetta var óhapp
Andrea Radrizzani, eigandi Leeds
Andrea Radrizzani, eigandi Leeds
Mynd: Getty Images
Andrea Radrizzani, eigandi Leeds United, segir að meiðslin sem Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, varð fyrir í leik liðanna hafi verið óhapp.

Pascal Struijk var rekinn af velli á 59. mínútu fyrir tæklingu á Elliott en Englendingurinn lenti illa og verður væntanlega frá út árið.

Elliott er á leið í aðgerð eftir að ökklinn fór úr lið en eigandi Leeds tjáði sig um málið.

„Ég óska stráknum alls hins besta. Svona er fótbolti. Þetta er óhapp og ég finn til með stráknum. Þessi meiðsli eru erfið fyrir hann en við getum ekki stýrt svona meiðslum. Þetta var óhapp en eins og ég segi ég finn til með honum," sagði Radrizzani.

Hann talaði einnig um gengi Leeds á þessari leiktíð en liðið hefur aðeins náð í tvö stig í fyrstu fjórum leikjunum.

„Stuðningsmenn félagsins styðja leikmenn í blíðu og stríðu. Við erum með sérstakan völl. Næst verðum við að ná í betri úrslit því við höfum átt erfiða byrjun. Ég er viss og jákvæður fyrir því að við getum komið okkur af stað gegn Newcastle á föstudag. Við höfum nægan tíma til að komast í sama gír og við vorum í á síðasta ári. Félagið er á leið í rétta átt í að koma sér vel fyrir í úrvalsdeildinni

„Planið er að spila á stærri leikvöngum á Evrópukvöldum,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner