Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. september 2021 15:03
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Man Utd ferðast til Sviss
Paul Pogba og Victor Lindelöf í flugvélinni.
Paul Pogba og Victor Lindelöf í flugvélinni.
Mynd: Getty Images
Manchester United ferðaðist til Sviss í dag í Meistaradeildarleik gegn Young Boys sem fram fer í Bern á morgun.

Cristiano Ronaldo var að sjálfsögðu með í för en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö í 4-1 sigri gegn Newcastle um helgina.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að Ronaldo muni þó ekki eiga sjálfkrafa sæti í liðinu.

„Hann er 36 ára og ég þarf að stýra spiltíma hans. Mason Greenwood er 19 ára og það þarf að gera það sama varðandi hann," segir Solskjær.

Leikur Young Boys og Manchester United verður klukkan 16:45 á morgun en liðin eru í F-riðli ásamt Villarreal og Atalanta sem mætast um kvöldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner