Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. september 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Aron kom inn og skoraði - Annar sigur OB
Stefán Teitur meðal bestu leikmanna vallarins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum er Elfsborg lagði Häcken í hörkuslag í sænska boltanum í dag. Hákon Rafn Valdimarsson er varamarkvörður hjá Elfsborg og var Valgeir Lunddal Friðriksson ónotaður varamaður hjá Häcken.

Gestirnir í Häcken tóku forystuna í tvígang en í bæði skiptin jafnaði Per Frick. Johan Larsson tók svo forystuna fyrir Elfsborg og gerði Sveinn Aron út um viðureignina með marki í uppbótartíma, þrettán mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum.

Elfsborg er á góðu skriði og situr í þriðja sæti deildarinnar, aðeins einu stigi eftir toppliðum Djurgården og AIK. Häcken er í neðri hlutanum, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Sveinn Aron kemur inn af bekknum og í þetta sinn tókst honum að skora.

Elfsborg 4 - 2 Häcken
0-1 G. Ekpolo ('8)
1-1 P. Frick ('38)
1-2 A. Jeremejeff ('53)
2-2 P. Frick ('61)
3-2 J. Larsson ('63)
4-2 Sveinn Aron Guðjohnsen ('91)

Í Danmörku var Aron Elís Þrándarson í byrjunarliði OB sem lagði SönderjyskE að velli.

Leiknum lauk með 2-1 sigri OB og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Gestirnir í SönderjyskE voru mun betri í síðari hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn af bekknum á 81. mínútu í liði gestanna en tókst ekki að jafna.

OB er um miðja deild með 10 stig eftir 8 umferðir. SönderjyskE er í næstneðsta sæti með 5 stig.

OB 2 - 1 SönderjyskE
1-0 J. Skjelvik ('29)
2-0 M. Frokjær ('38)
2-1 D. Prosser ('43)

Þá lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn með Silkeborg gegn Bröndby á föstudagskvöldið.

Liðin skildu jöfn, 1-1, og þótti Stefán Teitur einn af betri leikmönnum vallarins.

Stefán Teitur lék allan leikinn og eru bæði lið um miðja deild, Silkeborg með 11 stig og Bröndby með 8.

Bröndby 1 -1 Silkeborg
0-1 M. Brink ('19)
1-1 S. Hedlund ('38)
Athugasemdir
banner
banner
banner