Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   þri 13. september 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mac Allister í argentínska landsliðið
Mynd: EPA

Alexis Mac Allister leikmaður Brighton hefur verið valinn í landslið Argentínu sem mætir Hondúras og Jamaíka í æfingaleikjum síðar í þessum mánuði.


Mac Allister hefur byrjað tímabilið af krafti með Brighton en hann er kominn með fjögur mörk í sex leikjum. Hann á fimm landsleiki með Argentínu.

Lisandro Martinez, Paolo Dybala, Lionel Messi og Lautaro Martinez eru einnig í hópnum. Liðið mun spila gegn Hondúras þann 22 september og Jamaíka þann 27. september. Leikirnir fara fram í Bandaríkjunum.

Michail Antonio, Leon Bailey og Ravel Morrison eru meðal leikmanna sem eru í hópnum hjá Jamaíka.


Athugasemdir