Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 13. september 2023 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur um langyngsta leikmann deildarinnar: 'Once in a lifetime talent'
Bríet Fjóla í leiknum í dag
Bríet Fjóla í leiknum í dag
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Once in a lifetime talent'
'Once in a lifetime talent'
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

„Eintóm gleði, geggjaður liðssigur," sagði Pétur Heiðar aðstoðarþjálfari Þórs/KA eftir sigur liðsins gegn Breiðablik í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og fengu bæði lið mörg tækifæri til að skora snemma leiks.

„Mjög opið er vægt til orða tekið. Við hefðum getað verið búnar að skora þrjú á fyrstu tíu mínútunum og hefðum mögulega getað verið búnar að fá á okkur 1-2."

„Við byrjuðum leikinn af mjög miklum krafti eins og við lögðum upp með. Ætluðum að pressa þær mjög hátt og vinna boltann þar og okkur tókst það. Það var svekkjandi að vera ekki búnar að skora en svo skorum við á versta tíma fyrir hitt liðið og besta tíma fyrir okkur," sagði Pétur Heiðar.

„Svo fáum við aðeins í bakið, víti og heppnismark, mjög flott heppnismark reyndar en gegn gangi leiksins fannst manni."

Leikmenn Þór/KA misstu ekki trúna eftir að hafa tapað niður forystunni.

„Við lögðum upp með að það yrði liðsheild og andinn í liðinu myndi skila okkur langt. Það þýðir karakter og missa ekki trúna á neinu. Að fá á okkur tvö mörk í bakið er mjög vont. Við töpuðum illa á móti þeim síðast og töpum síðasta leik illa. Það er auðvelt að brotna niður og kóðna en við ákváðum að gera það ekki og vinna sigurmarkið," sagði Pétur.

Með sigri Þórs/KA í dag varð ljóst að Valur er Íslandsmeistari 2023.

„Þær eru yfirburðalið og vel verðskulað að vera meistarar. Búið að vera frábært tímabil hjá þeim. Líklega eina liðið sem maður hefur bara verið: Vá. Til hamingju Valsmenn,"

Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Bríet er yngsti leikmaðurinn til að spila í Bestu deildinni í sumar. Hún er fædd árið 2010. Fyrir leikinn í dag höfðu sex leikmenn í deildinni sem fæddir eru árið 2008 komið við sögu og er Bríet fædd tveimur árum síðar.

„Bríet Fjóla er 'once in a lifetime talent'. Hún er búin að vera æfa mikið með okkur. Hún átti að koma inn á fyrr í sumar en boltinn fór bara ekki útaf. Hún er búin að vera gera frábæra hluti í 3. flokki og 2. flokki. Mikill talent þarna á ferð," sagði Pétur.

„Þetta snérist ekki um að gefa henni tækifæri út af því að hún er ung heldur því við treystum henni í þetta verkefni. Í 2-2 þá vantaði okkur mark og við treystum henni í það, hún er bara komin þangað."

Munum við sjá Bríeti meira á vellinum á tímabilinu?

„Við þurfum að skoða það. Hún er í hörku keppni í 4. flokknum sínum í bikarúrslitum og úrslitum Íslandsmótsins. Við þurfum að púsla því saman og sjá hvort það passi við okkar plön," sagði Pétur.

Myndirnar af Bríeti eru birtar með leyfi Egils Bjarna Friðjónssonar sem myndaði leikinn í dag


Athugasemdir
banner