Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 13. september 2023 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur um langyngsta leikmann deildarinnar: 'Once in a lifetime talent'
Kvenaboltinn
Bríet Fjóla í leiknum í dag
Bríet Fjóla í leiknum í dag
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Once in a lifetime talent'
'Once in a lifetime talent'
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

„Eintóm gleði, geggjaður liðssigur," sagði Pétur Heiðar aðstoðarþjálfari Þórs/KA eftir sigur liðsins gegn Breiðablik í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og fengu bæði lið mörg tækifæri til að skora snemma leiks.

„Mjög opið er vægt til orða tekið. Við hefðum getað verið búnar að skora þrjú á fyrstu tíu mínútunum og hefðum mögulega getað verið búnar að fá á okkur 1-2."

„Við byrjuðum leikinn af mjög miklum krafti eins og við lögðum upp með. Ætluðum að pressa þær mjög hátt og vinna boltann þar og okkur tókst það. Það var svekkjandi að vera ekki búnar að skora en svo skorum við á versta tíma fyrir hitt liðið og besta tíma fyrir okkur," sagði Pétur Heiðar.

„Svo fáum við aðeins í bakið, víti og heppnismark, mjög flott heppnismark reyndar en gegn gangi leiksins fannst manni."

Leikmenn Þór/KA misstu ekki trúna eftir að hafa tapað niður forystunni.

„Við lögðum upp með að það yrði liðsheild og andinn í liðinu myndi skila okkur langt. Það þýðir karakter og missa ekki trúna á neinu. Að fá á okkur tvö mörk í bakið er mjög vont. Við töpuðum illa á móti þeim síðast og töpum síðasta leik illa. Það er auðvelt að brotna niður og kóðna en við ákváðum að gera það ekki og vinna sigurmarkið," sagði Pétur.

Með sigri Þórs/KA í dag varð ljóst að Valur er Íslandsmeistari 2023.

„Þær eru yfirburðalið og vel verðskulað að vera meistarar. Búið að vera frábært tímabil hjá þeim. Líklega eina liðið sem maður hefur bara verið: Vá. Til hamingju Valsmenn,"

Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Bríet er yngsti leikmaðurinn til að spila í Bestu deildinni í sumar. Hún er fædd árið 2010. Fyrir leikinn í dag höfðu sex leikmenn í deildinni sem fæddir eru árið 2008 komið við sögu og er Bríet fædd tveimur árum síðar.

„Bríet Fjóla er 'once in a lifetime talent'. Hún er búin að vera æfa mikið með okkur. Hún átti að koma inn á fyrr í sumar en boltinn fór bara ekki útaf. Hún er búin að vera gera frábæra hluti í 3. flokki og 2. flokki. Mikill talent þarna á ferð," sagði Pétur.

„Þetta snérist ekki um að gefa henni tækifæri út af því að hún er ung heldur því við treystum henni í þetta verkefni. Í 2-2 þá vantaði okkur mark og við treystum henni í það, hún er bara komin þangað."

Munum við sjá Bríeti meira á vellinum á tímabilinu?

„Við þurfum að skoða það. Hún er í hörku keppni í 4. flokknum sínum í bikarúrslitum og úrslitum Íslandsmótsins. Við þurfum að púsla því saman og sjá hvort það passi við okkar plön," sagði Pétur.

Myndirnar af Bríeti eru birtar með leyfi Egils Bjarna Friðjónssonar sem myndaði leikinn í dag


Athugasemdir
banner