Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 13. september 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt að tapa, en mér fannst við standa okkur rosalega vel. Við fáum sólina í andlitið í fyrri hálfleik og erfitt að sjá boltann. Þær skora náttúrulega sjónvarpsmark í byrjun. Mér finnst við ekki eiga skilið að tapa í dag," segir Agnes Birta Stefánsdóttir, leikmaður Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Sólin hefur alveg töluverð áhrif, ef þú horfir upp í loftið á móti sólinni þá blindastu. Mér leið annars bara vel á vellinum. Það er mjög solid að vera með þessar stelpur í kringum mig og góðan markmann. Mér fannst við smá stressaðar í byrun en urðum svo frekar yfirvegaðar þegar leið á leikinn."

„Ég er að fíla mig mjög vel í miðverðinum. Það er sérstaklega gott að vera með mágkonu mína (Huldu Björg Hannesdóttur) við hliðina á mér. Við erum mjög gott teymi saman. Það var breyting á liðinu núna þar sem útlendingarnir eru farnir, stelpurnar sem komu inn eru svo ungar en líka svo efnilegar - gott að hafa þær,"
segir Agnes sem hefur verið að spila í miðverði að undanförnu og leyst það hlutverk mjög vel. Hún er í grunninn miðjumaður.

Þú mátt sleppa þessu næst
Fyrir undirrituðum var það einhvern veginn týpískt að Anna Rakel, fyrrum leikmaður Þórs/KA og uppalin í KA, skildi skora á Greifavellinum í dag.

„Ég var ekkert að búast við því að hún myndi skora, en hún er náttúrulega frábær leikmaður. Hún var náttúrulega í Þór/KA hjá okkur, er alveg góð vinkona og alveg gott mark hjá henni. Já, Rakel, þú mátt sleppa þessu næst," segir Agnes Birta á léttu nótunum. Skýr skilaboð til Önnu Rakelar.
Athugasemdir
banner
banner
banner