Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 13. september 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt að tapa, en mér fannst við standa okkur rosalega vel. Við fáum sólina í andlitið í fyrri hálfleik og erfitt að sjá boltann. Þær skora náttúrulega sjónvarpsmark í byrjun. Mér finnst við ekki eiga skilið að tapa í dag," segir Agnes Birta Stefánsdóttir, leikmaður Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Sólin hefur alveg töluverð áhrif, ef þú horfir upp í loftið á móti sólinni þá blindastu. Mér leið annars bara vel á vellinum. Það er mjög solid að vera með þessar stelpur í kringum mig og góðan markmann. Mér fannst við smá stressaðar í byrun en urðum svo frekar yfirvegaðar þegar leið á leikinn."

„Ég er að fíla mig mjög vel í miðverðinum. Það er sérstaklega gott að vera með mágkonu mína (Huldu Björg Hannesdóttur) við hliðina á mér. Við erum mjög gott teymi saman. Það var breyting á liðinu núna þar sem útlendingarnir eru farnir, stelpurnar sem komu inn eru svo ungar en líka svo efnilegar - gott að hafa þær,"
segir Agnes sem hefur verið að spila í miðverði að undanförnu og leyst það hlutverk mjög vel. Hún er í grunninn miðjumaður.

Þú mátt sleppa þessu næst
Fyrir undirrituðum var það einhvern veginn týpískt að Anna Rakel, fyrrum leikmaður Þórs/KA og uppalin í KA, skildi skora á Greifavellinum í dag.

„Ég var ekkert að búast við því að hún myndi skora, en hún er náttúrulega frábær leikmaður. Hún var náttúrulega í Þór/KA hjá okkur, er alveg góð vinkona og alveg gott mark hjá henni. Já, Rakel, þú mátt sleppa þessu næst," segir Agnes Birta á léttu nótunum. Skýr skilaboð til Önnu Rakelar.
Athugasemdir
banner