Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 13. september 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt að tapa, en mér fannst við standa okkur rosalega vel. Við fáum sólina í andlitið í fyrri hálfleik og erfitt að sjá boltann. Þær skora náttúrulega sjónvarpsmark í byrjun. Mér finnst við ekki eiga skilið að tapa í dag," segir Agnes Birta Stefánsdóttir, leikmaður Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Sólin hefur alveg töluverð áhrif, ef þú horfir upp í loftið á móti sólinni þá blindastu. Mér leið annars bara vel á vellinum. Það er mjög solid að vera með þessar stelpur í kringum mig og góðan markmann. Mér fannst við smá stressaðar í byrun en urðum svo frekar yfirvegaðar þegar leið á leikinn."

„Ég er að fíla mig mjög vel í miðverðinum. Það er sérstaklega gott að vera með mágkonu mína (Huldu Björg Hannesdóttur) við hliðina á mér. Við erum mjög gott teymi saman. Það var breyting á liðinu núna þar sem útlendingarnir eru farnir, stelpurnar sem komu inn eru svo ungar en líka svo efnilegar - gott að hafa þær,"
segir Agnes sem hefur verið að spila í miðverði að undanförnu og leyst það hlutverk mjög vel. Hún er í grunninn miðjumaður.

Þú mátt sleppa þessu næst
Fyrir undirrituðum var það einhvern veginn týpískt að Anna Rakel, fyrrum leikmaður Þórs/KA og uppalin í KA, skildi skora á Greifavellinum í dag.

„Ég var ekkert að búast við því að hún myndi skora, en hún er náttúrulega frábær leikmaður. Hún var náttúrulega í Þór/KA hjá okkur, er alveg góð vinkona og alveg gott mark hjá henni. Já, Rakel, þú mátt sleppa þessu næst," segir Agnes Birta á léttu nótunum. Skýr skilaboð til Önnu Rakelar.
Athugasemdir
banner