Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   fös 13. september 2024 12:35
Elvar Geir Magnússon
Arteta um meiðsli Ödegaard: Þurfum að bíða og sjá
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að það þurfi að skoða Martin Ödegaard betur eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik með Noregi. Arteta neitar að útiloka þátttöku hans í Norður-Lundúnaslagnum gegn Tottenham á sunnudag.

Læknir norska landsliðsins sagði að búast mætti við því að Ödegaard, sem er fyrirliði norska landsliðsins, yrði frá næstu vikurnar.

„Það þarf að skoða þetta betur, bíðum og sjáum hvað gerist á næsta sólarhringnum. Líklega mun það koma í ljós seinna í dag hvers eðlis meiðslin eru og hversu hratt er hægt að fá hann til baka," segir Arteta.

„Hann er gríðarlega jákvæður varðandi allt. Hann vill taka þátt í öllu en við verðum að bíða og sjá. Það eru 48 tímar í leikinn og við útilokum ekkert."

Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hefur æft í vikunni og gæti spilað á sunnudag. Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori er tæpur fyrir leikinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner