Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 13. september 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvöt auglýsir eftir framkvæmdastjóra og yngri flokka þjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir því að ráða framkvæmdastjóra og þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 100% starf sem felst annars vegar í framkvæmdastjórn knattspyrnudeildarinnar og hins vegar í þjálfun allra yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.

Góð laun í boði fyrir réttan aðila.

Knattspyrnudeild Hvatar heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi, æfingum fyrir 3. - 8. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring.
Mikið og gott starf er unnið á vegum deildarinnar og tekur Hvöt þátt í knattspyrnumótum víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í 3.- 5. flokki í Íslandsmóti.

Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjálfaragráða frá KSÍ eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari er kostur
- Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af þjálfun barna og ungmenna
- Brennandi áhugi á þjálfun
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
- Frumkvæði og drifkraftur
- Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Íslenskukunnátta er æskileg
- Hafi gott skipulag á hlutunum og sé stundvís
- Hreint sakavottorð er skilyrði

Starfið
- Utanumhald og þjálfun 3. – 8. flokks stúlkna og drengja
- Þátttaka í mótum og keppnisferðum yngri flokka
- Stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Utanumhald fjáraflana í samvinnu við stjórn
- Umsjón með samskiptum milli þjálfara/framkvæmdastjóra og foreldra, stjórnar, íþróttafélaga og íþróttasambanda
- Umsjón með auglýsingum og upplýsingagjöf varðandi starf félagsins auk annarra tilfallandi verkefna sem stjórn felur viðkomandi

Allar almennar upplýsingar veitir Arnór Guðjónsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild, í síma 857-7038.
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2024.
Húnabyggð er 1300 manna sveitarfélag í Austur-Húnavatnssýslu. Í þéttbýlinu á Blönduósi má finna alla helstu þjónustu ásamt leikskóla, grunnskóla og dreifnám. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar. Upplýsingar um Húnabyggð má finna á heimasíðunni: www. hunabyggd.is
Athugasemdir
banner
banner
banner