Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri: Væri ekki hér ef ég væri ekki tilbúinn
Spilar sinn annan leik með Sociedad á morgun.
Spilar sinn annan leik með Sociedad á morgun.
Mynd: Getty Images
Orri skoraði gegn Svartfjallalandi fyrir viku síðan.
Orri skoraði gegn Svartfjallalandi fyrir viku síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Hann er á leið inn í sinn annan leik sem leikmaður Real Sociedad, framundan er leikur gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madrid.

„Ég er mjög ánægður, þetta er frábært tækifæri fyrir mig. Ég er mjög þakklátur að vera hér og ég vonast til að eiga mörg farsæl ár hér," sagði Orri.

„Ég held að það mikilvægasta í minni ákvörðun hafi verið hvernig félagið hugsar um unga leikmenn, hvernig þeir þróa sinn leik hér og skipta máli frá fyrsta degi."

Orri er dýrasti leikmaður í sögu Real Sociedad og sá dýrasti sem hefur verið seldur frá FC Kaupmannahöfn.

„Auðvitað veit ég að ég þarf að koma og skora mörk frá fyrsta degi, það er vinna framherjans og ég mun gera mitt allra besta í því. Ég er að kynnast liðsfélögunum og aðlögunin hefur ekki verið eins erfið og ég hélt hún yrði."

„Ég var ánægður þegar símtalið kom frá Sociedad, en ég var líka ánægður í Kaupmannahöfn. Þegar mér var sagt að Sociedad vildi kaupa mig þá hefði ég ekki getað verið ánægðari. Ég held að ég muni ná að aðlagast leikstílnum og deildinni. Þetta var mjög heillandi tilboð."

„Ég væri ekki hérna ef ég teldi að ég væri ekki tilbúinn. Ég er hér til að hafa áhrif, þetta er stór breyting, en góð. Þetta er stórt skref upp fram á við frá dönsku deildinni, en ég er undirbúinn og spenntur. Ég mun gera mitt besta."

„Það er styrkleiki hjá mér hvernig ég tengi við liðsfélagana og hvernig ég klára færin."


Leikur Real Sociedad og Real Madrid fer fram á morgun á heimavelli Sociedad. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 5 5 0 0 17 4 +13 15
2 Atletico Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
3 Real Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
4 Villarreal 5 3 2 0 11 8 +3 11
5 Celta 5 3 0 2 13 10 +3 9
6 Mallorca 6 2 2 2 4 4 0 8
7 Alaves 5 2 1 2 7 6 +1 7
8 Vallecano 5 2 1 2 7 6 +1 7
9 Girona 5 2 1 2 8 8 0 7
10 Athletic 5 2 1 2 6 6 0 7
11 Espanyol 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Osasuna 5 2 1 2 6 10 -4 7
13 Betis 4 1 2 1 3 3 0 5
14 Sevilla 5 1 2 2 4 6 -2 5
15 Leganes 5 1 2 2 3 5 -2 5
16 Real Sociedad 6 1 1 4 3 7 -4 4
17 Valladolid 5 1 1 3 2 13 -11 4
18 Getafe 4 0 3 1 1 2 -1 3
19 Las Palmas 5 0 2 3 6 10 -4 2
20 Valencia 5 0 1 4 3 10 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner