Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. október 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Þurfum að vinna síðustu þrjá og það er markmiðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland heldur á morgun áfram vegferð sinni í undankeppni EM 2020 þegar Andorra kemur í heimsókn á Laugardalsvöll.

Það eru þrjár umferðir eftir í riðlinum og er Ísland sex stigum frá Tyrklandi og Frakklandi, sem mætast einnig á morgun. Ísland þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína og treysta á að Frakklandi vinni Tyrkland.

„Hann (leikurinn gegn Andorra) leggst mjög vel í mig," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir naumt tap gegn Heimsmeisturum Frakklands á föstudagskvöld.

„Við þurfum að vinna síðustu þrjá og það er markmiðið okkar," sagði Gylfi enn fremur, en hann var fyrirliði gegn Frakklandi og verður það aftur gegn Andorra.

Viðtalið við Gylfa frá því á föstudagskvöld er í heild sinni hér að neðan.
Gylfi Þór: Fengum ekki það sama frá honum
Athugasemdir
banner
banner