Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 22:15
Aksentije Milisic
Andy Cole um Dijk: Ég væri hans versta martröð
Mynd: Getty Images
Andy Cole, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að hann hefði elska það að geta spilað gegn Virgil van Dijk, leikmanni Liverpool.

Dijk hefur ekki byrjað tímabilið sérstaklega vel hjá Liverpool og leit hann illa út í 7-2 tapi gegn Aston Villa í síðustu umferð. Hann var frábær á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina.

„Dijk er frábær leikmaður. En ég var þannig týpa af leikmanni sem hefði elskað að spila gegn honum. Ég hefði verið með hann,"
sagði Cole.

„Þú vilt spila gegn bestu leikmönnunum og hann er sá besti þessa stundina, en ég hef gaman að því að skoða varnarmenn og finna veikleika. Við höfum séð nokkra veikleika hjá Dijk á síðustu mánuðum."

„Ég sá leikinn gegn Leeds og þeir framherjar sem valda honum vandræðum eru þeir sem taka hlaupin bak við hann og teygja á honum. Þeir skoruðu þrjú mörk þann dag og honum virtist líða illa."

„Honum er illa við það að þurfa að elta sóknarmenn sem taka hlaupin. Ég hefði gert það þegar ég var upp á mitt besta. Það hefði verið hans versta martröð að mæta mér," fullyrti Cole.
Athugasemdir
banner
banner