Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 13. október 2020 22:30
Aksentije Milisic
Kante sagður ósáttur við Lampard - Fékk ekki að fara í brúðkaup
Franski miðjumaðurinn N´Golo Kante, leikmaður Chelsea, er sagður vera afar ósáttur við Frank Lampard, stjóra liðsins, eftir að hann bannaði honum að mæta í brúðkaup.

Franskir miðlar greina frá því að Kante vildi fá frí í eina æfingu til þess að fara í brúðkaup hjá félaga sínu en Frank Lampard gaf ekki grænt ljós á það.

Kante var alls ekki hress með það en hann hefur mikið verið orðaður burt frá Chelsea síðan í sumar. Real Madrid og Manchester United voru sögð vera áhugasöm um Kante.

Chelsea hefur hins vegar sagt það að það sé ekkert ósætti á milli Kante og Lampard og að þessar fréttir séu eingöngu til þess að búa til sögur.

Kante gekk til liðs við Chelsea árið 2016 en hann hefur spilað 131 leik og skorað níu mörk fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner