banner
   mið 13. október 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Norðurlöndin munu ekki sækja um EM
Hressir stuðningsmenn danska landsliðsins.
Hressir stuðningsmenn danska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Hugmyndir danska knattspyrnusambandsins um að Norðurlöndin sækji um að halda EM 2028 hafa verið lagðar til hliðar.

Danska sambandið tilkynnti 2016 að stefnan væri sett á sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda EM 2024 eða 2028.

EM 2024 verður í Þýskalandi en umsóknir um EM 2028 verða að berast UEFA fyrir mars á næsta ári.

Þar sem Norðurlöndin geta ekki staðið undir kröfum um stærð leikvanga munu þau ekki geta haldið mótið.

Einn leikvangurinn verður að taka að minnsta kosti 60 þúsund áhorfendur, annar 50 þúsund og þá þurfa fjórir að taka að minnsta kosti 40 þúsund og þrír 30 þúsund.

Kaupmannahöfn var ein af keppnisborgunum á EM alls staðar á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner