Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 13. október 2021 11:23
Elvar Geir Magnússon
Þriðju bræðurnir sem koma saman að marki fyrir Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjohnsen bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron unnu vel saman í fjórða marki Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni HM. Úr varð mark sem lengi verður í minnum haft.

Sveinn skallaði boltann á Andra sem skoraði. Fram kemur í Fréttablaðinu að þeir eru þriðju bræðurnir sem koma með beinum hætti saman að marki.

Fyrstu bræðurnir sem náðu þessu voru Atli og Jóhannes Eðvaldssynir en Jóhannes lagði upp fyrsta landsliðsmark yngri bróður síns í leik gegn Vestur-Þýskalandi 1979.

Þá komu Bjarni og Þórður Guðjónssynir saman að tveimur mörkum í 4-0 sigri gegn Liechtenstein 1997. Þórður fylgdi eftir skoti Bjarna sem skoraði svo sjálfur í leiknum eftir sendingu frá Þórði.
Athugasemdir
banner
banner
banner