Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, hefur þurft að þola mikla gagnrýni fyrir að hafa sést á skemmtistað í Stokkhólmi í Svíþjóð á meðan Frakkar spiluðu landsleik við Ísrael.
Mbappe var ekki í landsliðshóp Frakka þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Taldi leikmaðurinn og Deschamps að best væri að hann myndi halda áfram í endurhæfingu hjá Real Madrid.
Því fannst mörgum skrítið að sjá myndir af honum á skemmtistað í Stokkhólmi, sama kvöld og Frakkland spilaði við Ísrael.
„Ég fylgist ekki með fréttum um leikmenn sem eru ekki hérna með okkur. Kylian er að fylgja prógraminu sem Real Madrid setti fyrir hann. Ég veit ekki hvort hann hafi tekið sér frí eða ekki, en það er með hann eins og alla aðra hjá félaginu hans. Hann fylgir prógrami og ef þeir fá frí þá mega þeir gera það sem þeim sýnist,“ sagði Deschamps.
Athugasemdir