Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus á eftir tveimur framherjum Everton
Mynd: Getty Images

Thiago Motta, stjóri Juventus, hefur byrjað ágætlega með liðið síðan hann tók við í sumar.


Liðið er taplaust í deildinni en hefur gert fjögur jafntefli í fyrstu sjö leikjunum. Liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark.

Motta vill hins vegar styrkja sóknarleikinn sinn en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Dominic Calvert-Lewin og Beto, framherjar Everton, séu á óskalista ítalska félagsins.

Félagið vill fá Beto strax í janúar en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 30 leikjum fyrir enska félagið en árangur hans á Ítalíu gæti hins vegar vegið þungt fyrir Juventus þar sem hann skoraði 22 mörk í 65 leikjum fyrir Udinese á sínum tíma.

Þá vill félagið fá Calvert-Lewin á frjálsri sölu eftir tímabilið þegar samningur hans við Everton rennur út.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner