Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Vill sjá Palmer fara til Barcelona - „Kæmi mér ekki á óvart ef hann ræðir við Chelsea næsta sumar“
Cole Palmer
Cole Palmer
Mynd: EPA
William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, telur að Barcelona yrði frábært skref fyrir enska landsliðsmanninn Cole Palmer.

Palmer hefur tekið ótrúlegum framförum frá því hann kom til Chelsea frá Manchester City.

Á dögunum var hann valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið helsta vopn Chelsea í byrjun leiktíðar og skoraði meðal annars fjögur mörk í fyrri hálfleik í sigri liðsins á Brighton.

Gallas telur þó að ef Chelsea fari ekki að vinna titla þá muni Palmer líklega skoða það að fara annað.

„Cole Palmer gæti viljað yfirgefa Chelsea í framtíðinni ef þeir sýna ekki að þeir geti unnið titla en hvert færi hann? Barcelona væri góður kostur fyrir hann, en þeir eru með frábæra unga leikmenn nú þegar, eins og þá Lamine Yamal og svo gæti Nico Williams verið á leiðinni.“

„Palmer virðist ætla að eiga svipað tímabil og á síðasta ári og það þrátt fyrir ungan aldur. Það verður erfitt fyrir hann að sjá vini sína vinna titla á meðan hann grípur í tómt og þrátt fyrir að vera spila eins og hann er að spila. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann vill ræða við Chelsea næsta sumar ef liðið vinnur ekki titil. Hann vill greinilega fá að vita markmið félagsins,“
sagði Gallas í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner