Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   mán 13. október 2025 11:53
Kári Snorrason
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Eggert Aron og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Eggert Aron og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er búið að vera mjög flott og skemmtileg vika framundan, við erum búnir að gera vel í deildinni og í Evrópu,“ segir Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Brann í Noregi.

Brann er í þriðja sæti í norsku úrvalsdeildinni og er með þrjú stig í Evrópudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Eggert á æfingu U21 landsliðsins fyrr í dag en liðið mætir Lúxemborg á morgun. 


Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Lúxemborg U21

Hjá Brann leikur Eggert undir stjórn Freys Alexandersonar og liðsfélagi hans er Sævar Atli Magnússon, Eggert segir þá hafa hjálpað sér mikið.

„Hann (Freyr) er búinn að ná mér á strik aftur þannig að ég get þakkað honum mikið fyrir. Sævar er frábær, við erum góðir saman. Hann er að gera hrikalega vel núna hann á heldur betur skilið það sem hann er að gera núna.“ 

Eggert gekk til liðs við Brann snemma árs eftir dvöl hjá Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann fékk fá tækifæri og meiðsli settu strik í reikninginn. 

„Þetta er búið að vera drullugott, ég er búinn að spila mjög vel. Kominn aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir, ég er að njóta mín í botn.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner