„Þetta er búið að vera mjög flott og kemmtileg vika framundan, við erum búnir að gera vel í deildinni og í Evrópu,“ segir Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Brann í Noregi.
Brann er í þriðja sæti í norsku úrvalsdeildinni og er með þrjú stig í Evrópudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Eggert á æfingu U21 landsliðsins fyrr í dag en liðið mætir Lúxemborg á morgun.
Lestu um leikinn: Lúxemborg U21 0 - 0 Ísland U21
Hjá Brann leikur Eggert undir stjórn Freys Alexandersonar og liðsfélagi hans er Sævar Atli Magnússon, Eggert segir þá hafa hjálpað sér mikið.
„Hann (Freyr) er búinn að ná mér á strik aftur þannig að ég get þakkað honum mikið fyrir. Sævar er frábær, við erum góðir saman. Hann er að gera hrikalega vel núna hann á heldur betur skilið það sem hann er að gera núna.“
Eggert gekk til liðs við Brann snemma árs eftir dvöl hjá Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann fékk fá tækifæri og meiðsli settu strik í reikninginn.
„Þetta er búið að vera drullugott, ég er búinn að spila mjög vel. Kominn aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir, ég er að njóta mín í botn.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.