Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 13. október 2025 12:15
Kári Snorrason
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
Benóný í leik með Stockport.
Benóný í leik með Stockport.
Mynd: Stockport County FC

„Við erum á góðu róli og ég er búinn að koma mér inn í liðið. Við unnum í fyrradag og erum á fínu róli núna. Það er gott að spila alla leiki, þá líður manni best og líka gott að koma hingað og spila hörkuleiki,“ segir Benóný Breki Andrésson leikmaður Stockport og U21 árs landsliðsins.

Fótbolti.net ræddi við Benóný fyrir æfingu U21 árs landsliðsins fyrr í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Lúxemborg U21

Benóný gekk til liðs við Stockport undir lok síðasta árs og segir hann lífið í Englandi vera ljúft. 

„Þetta hefur verið draumur frá því að maður var lítill að spila á Englandi. Gott að komast í þessa menningu, það gengur auðvitað allt út á fótbolta í Englandi. Stuðningurinn og allt í kringum þessa leiki er geggjaður.“ 

Færðu mikið áreiti á götum Stockport?

„Já, sérstaklega í Stockport. Eitthvað smá en ekki mikið í Manchester. En í Stockport gerist það meira.“ 

U21 landsliðið mætir Lúxemborg á morgun en liðið er með tvö stig eftir þrjá leiki en þeir gerðu markalaust jafntefli við Sviss síðastliðinn föstudag.

„Lúxemborg er hörkulið. Við þurfum að mæta almennilega á morgun. Mér fannst við góðir gegn Sviss, við áttuðum okkur á því að það yrði hörkuleikur. Það var lið með góða einstaklinga og við gerðum vel, þá sérstaklega varnarlega. Það vantaði bara upp á herslumuninn á síðasta þriðjungnum.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner