Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 13. nóvember 2016 19:30
Magnús Már Einarsson
Malta
Heimir: Þeir sköpuðu ekki opin færi allan leikinn
Icelandair
Heimir í viðtalinu á Möltu.
Heimir í viðtalinu á Möltu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég er búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur og það er eins og alltaf þegar maður horfir á leik aftur í sjónvarpi, þá lítur hann betur út en á hliðarlínunni," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar Fótbolti.net ræddi við hann á Möltu í dag.

„Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð flottur. Við héldum þeim frá því að skapa sér opin færi allan leikinn. Mörkin þeirra eru skot fyrir utan og vel gerð. Í fyrra markinu er ekkert sem maður getur tekið í varnarleiknum og skammað mann fyrir. Í seinni markinu dettur Kári vissulega en menn voru á sínum stað og þetta var vel skotið. Mörkin eru leiðinleg. Þetta er kannski munurinn á heimsklassa leikmönnum og góðum leikmönnum. Þeir refsa þegar þeir fá tækifærið og í því lá munurinn í gær,"

Íslenska liðið fékk færi til að skora í leiknum en þau nýttust ekki að þessu sinni.

„Við fengum færi á móti þeim. Við sögðum fyrir þennan leik að eitt stig hefðu verið góð úrslit og við vorum í þeim séns fram á 90. mínútu. Við hefðum kannski þurft eitt gott fast leikatriði til að geta fengið eitthvað út úr þessum leik. Þegar leið á leikinn þá færðum við okkur framar og fengum þetta annað mark á okkur."

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki með leiknum í gær. Saknaði liðið þeirra mikið að mati Heimis? „Auðvitað viljum við alltaf vera með okkar sterkasta lið og þjálfarar vilja ekki breyta mikið en það er ekki hægt að ræða það. Þeir voru ekki í boði."

Í fjarveru Alfreðs og Kolbeins fór Gylfi Þór Sigurðsson af miðjunni og í fremstu víglínu en hann hjálpaði þó áfram til á miðjunni í varnarleiknum. „Við vorum aðallega að hugsa um varnarleikinn, að vera með þrjá á miðjunni á móti þessum miðjumönnum. Þeir hefðu átt auðveldara með að fara framhjá okkur ef við hefðum verið tveir á móti þremur á miðjunni. Það var hugsunin," sagði Heimir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner