Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fékk tvær sektir eftir leikinn gegn Víkingi - Óánægja með smellubeitu blaðamanns
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins.
Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Ingi dæmdi leik ÍA og Víkings.
Elías Ingi dæmdi leik ÍA og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur verið sektað um alls 100 þúsund krónur af KSÍ. Sektirnar eru tvær og koma þær báðar eftir leik liðsins gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Skagamenn voru allt annað en sáttir eftir leik liðanna eftir að mark liðsins var ranglega dæmt af undir lok leiks. ÍA hefði með markinu komist yfir í leiknum en markið fékk ekki að standa og Víkingur skoraði svo dramatískt sigurmark í kjölfarið. Von ÍA á Evrópusæti var með því úr sögunni.

Hærri sektin
Hærri sektin hljóðar upp á 75 þúsund krónur og er vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara ÍA, í viðtali við mbl.is eftir leikinn. Viðtalið sem Jón Þór veitti Bjarna Helgasyni, blaðamanni Morgunblaðsins er með fyrirsögninni : Jón Þór brjálaður – dregur heilindi dómarans í efa.

Hér er svo viðtal Jóns Þórs við Fótbolta.net eftir umræddan leik:

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Málskotsnefnd mat ummæli Jóns Þórs skaðleg fyrir ímynd íslenskar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika og heilindum dómara leiksins. Það var Elías Ingi Árnason sem dæmdi leikinn. Í greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ er vitnað í eftirfarandi ummæli sem Bjarni hafði eftir Jóni Þór í viðtali eftir leikinn:

„Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur."

Óánægja er hjá ÍA með blaðamann mbl.is, fyrirsögnina sem hann valdi á viðtalið sem sögð er vera „smellubeita". Félagið svaraði greinargerð málskotsnefndar á eftirfarandi hátt:

„Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari. Allt annað í viðtalinu lítur að slæmri frammistöðu dómarans. Ef önnur viðtöl við þjálfarann vegna sama leiks eru skoðuð má sjá að allt hans tal beinist að verulega slæmri frammistöðu dómarans án þess að nokkuð annað sé gefið til kynna. Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Ekki verður á það fallist að í svörum Jóns Þórs við leiðandi spurningum blaðamanns felist að hann hafi dregið heilindi dómarans í vafa."

Aga- og úrskurðarnefnd fékk í kjölfarið upptökuna af viðtalinu sem Bjarni tók við Jón Þór og í úrskurðinum kemur eftirfarandi fram:

„Það er mat aga- og úrskurðarnefndar, eftir hlustun á upptöku af umræddu viðtali og að virtum öðrum fyrirliggjandi gögnum, að tilvitnuð ummæli Jón Þórs Haukssonar í frétt mbl.is séu í fullu samræmi við ummæli hans á upptöku og að ummælin hafi verið ósæmileg og hafi skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu."

Fram kemur að ÍA hefði getað fengið allt að 200 þúsund í sekt fyrir brotið en ákveðið var að sekta félagið um 75 þúsund. Jón Þór fékk rautt spjald eftir leikinn sem var hans annað rauða spjald á tímabilinu og mun hann byrja næsta tímabil í eins leiks banni.

Smelltu hér til að lesa úrskurðinn.

Lægri sektin
Hin sektin er upp á 25 þúsund krónur og er vegna framkomu leikmanns eftir leikinn. EInn leikmaður ÍA sparkaði í hurð dómaraklefans á meðan eftirlitsmaður var þar inni.

„Leikmenn heimaliðs voru mjög ósáttir í leikslok og spörkuðu í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn. Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða," segir í skýrslu eftirlitsmanns.

Smelltu hér til að lesa úrskurðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner