Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft þá ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
   lau 19. október 2024 17:03
Sölvi Haraldsson
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Jón var ekki sáttur með dómgæsluna í dag líkt og allir Skagamenn.
Jón var ekki sáttur með dómgæsluna í dag líkt og allir Skagamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur Eiríksson var fjórði dómari í dag.
Erlendur Eiríksson var fjórði dómari í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég man ekki eftir öðru eins. Þessu var bara stolið frá okkur og maður veit ekki hvernig á að bregðast við því og glíma við það.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna eftir grátlegt 4-3 tap gegn Víkingum í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Jón Þór var alls ekki sáttur með dómgæsluna í dag og segir að sigrinum hafi verið stolinn af þeim.

Það er ömurlegt. Ömurlegt á allan hátt. Þetta er eins ósanngjarnt og verið getur. Mér fannst bara frá upphafi til enda dómgæslan vera ömurleg í þessum leik. Á upphafsmínútunum á Hinrik að fá vítaspyrnu en fær gult spjald að launum. Svo lítur maður á fjórða dómarann og það er Erlendur Eiríksson sem að eyðilagði fyrri leikinn á móti Víking fyrir okkur. Maður hugsar bara er þetta grín, er verið að ögra okkur? Er verið að gera grín að okkur?

Þetta er náttúrulega bara dómgreindarleysi af hæstu sort að senda hann svo hingað sem fjórða dómara. Hann hefði getað verið fjórði dómari á öllum öðrum leikjum í sumar, í þessari umferð en bara ekki í þessum leik. Þetta er ótrúlegt. Ótrúleg ákvörðun. En ekki það að Elli (Erlendur Eiríksson) hafi gert eitthvað af sér eða haft áhrif á úrslit leiksins en þetta er bara svo mikið dómgreindarleysi. Fyrsta atvikið þegar Hinrik á að fá víti snýr maður sér við og sér Erlend Eiríkson, í alvöru talað. Ótrúlegt.

Hefur Jón Þór fundið ástæðuna afhverju markið var tekið af Skagamönnum sem þeir skoruðu í blálokin en var dæmt af?

Það er búið að skoða þetta milljón sinnum hérna en það finnur enginn brot neinstaðar. Hann gaf þá skýringu að hann hafi dæmt hendi. Það getur enginn séð það, hvorki á Spiideo eða sjónvarpsútsendingum eða neinum vélum sem eru hérna á vellinum. Þetta er bara hlægilegt, ömurleg dómgæsla. Þessu var bara stolið af okkur í dag. Það er ekki hægt að segja neitt annað um það.

ÍA á ekki séns að ná Evrópu sæti eftir þessi úrslit, eru það vonbrigði úr því sem komið var?

Auðvitað eru það vonbrigði að ná ekki að keyra það fram í síðasta leik. En ef maður lítur á tímabilið í heild sinni höfum við spilað virkilega vel og gert vel sem nýlliðar. Við höfum tekið dýfur en karakterinn og krafturinn í hópnum er þannig að dýfurnar hafa ekki verið djúpar eða stórar. Það væri mjög einkennileg greining á þessu tímabili að það væri vonbrigði fyrir ÍA að ná ekki Evrópu.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner