Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 19. október 2024 17:03
Sölvi Haraldsson
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Jón var ekki sáttur með dómgæsluna í dag líkt og allir Skagamenn.
Jón var ekki sáttur með dómgæsluna í dag líkt og allir Skagamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur Eiríksson var fjórði dómari í dag.
Erlendur Eiríksson var fjórði dómari í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég man ekki eftir öðru eins. Þessu var bara stolið frá okkur og maður veit ekki hvernig á að bregðast við því og glíma við það.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna eftir grátlegt 4-3 tap gegn Víkingum í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Jón Þór var alls ekki sáttur með dómgæsluna í dag og segir að sigrinum hafi verið stolinn af þeim.

Það er ömurlegt. Ömurlegt á allan hátt. Þetta er eins ósanngjarnt og verið getur. Mér fannst bara frá upphafi til enda dómgæslan vera ömurleg í þessum leik. Á upphafsmínútunum á Hinrik að fá vítaspyrnu en fær gult spjald að launum. Svo lítur maður á fjórða dómarann og það er Erlendur Eiríksson sem að eyðilagði fyrri leikinn á móti Víking fyrir okkur. Maður hugsar bara er þetta grín, er verið að ögra okkur? Er verið að gera grín að okkur?

Þetta er náttúrulega bara dómgreindarleysi af hæstu sort að senda hann svo hingað sem fjórða dómara. Hann hefði getað verið fjórði dómari á öllum öðrum leikjum í sumar, í þessari umferð en bara ekki í þessum leik. Þetta er ótrúlegt. Ótrúleg ákvörðun. En ekki það að Elli (Erlendur Eiríksson) hafi gert eitthvað af sér eða haft áhrif á úrslit leiksins en þetta er bara svo mikið dómgreindarleysi. Fyrsta atvikið þegar Hinrik á að fá víti snýr maður sér við og sér Erlend Eiríkson, í alvöru talað. Ótrúlegt.

Hefur Jón Þór fundið ástæðuna afhverju markið var tekið af Skagamönnum sem þeir skoruðu í blálokin en var dæmt af?

Það er búið að skoða þetta milljón sinnum hérna en það finnur enginn brot neinstaðar. Hann gaf þá skýringu að hann hafi dæmt hendi. Það getur enginn séð það, hvorki á Spiideo eða sjónvarpsútsendingum eða neinum vélum sem eru hérna á vellinum. Þetta er bara hlægilegt, ömurleg dómgæsla. Þessu var bara stolið af okkur í dag. Það er ekki hægt að segja neitt annað um það.

ÍA á ekki séns að ná Evrópu sæti eftir þessi úrslit, eru það vonbrigði úr því sem komið var?

Auðvitað eru það vonbrigði að ná ekki að keyra það fram í síðasta leik. En ef maður lítur á tímabilið í heild sinni höfum við spilað virkilega vel og gert vel sem nýlliðar. Við höfum tekið dýfur en karakterinn og krafturinn í hópnum er þannig að dýfurnar hafa ekki verið djúpar eða stórar. Það væri mjög einkennileg greining á þessu tímabili að það væri vonbrigði fyrir ÍA að ná ekki Evrópu.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner