Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 13. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líflína fyrir Mason Mount
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Ferill Mason Mount hjá Manchester United hefur alls ekki verið merkilegur til þessa. En gæti það breyst?

Enska götublaðið The Sun segir að Mount muni fá tækifæri til að endurlífga feril sinn hjá félaginu undir stjórn Rúben Amorim.

Amorim er mættur til starfa hjá Man Utd en í gær voru birtar myndir á samfélagsmiðlum United þar sem hann heilsaði upp á leikmann. Var meðal annars birt mynd þar sem hann faðmaði Mount.

Amorim er sagður aðdáandi af þeirri fjölhæfni sem Mount býður upp á inn á miðsvæðinu og er planið hjá honum að finna hlutverk fyrir hann í 3-4-3 kerfinu sínu.

Þessi ráðning hjálpar Mount mögulega mikið, ef hann nær að halda sér heilum. Meiðsli hafa strítt honum mikið eftir að hann kom til Man Utd frá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner