Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mið 13. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Sveindís og Amanda þurfa sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fara fjórir spennandi leikir fram í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag og í kvöld þar sem tvö Íslendingalið mæta til leiks.

Þýska stórveldið Wolfsburg heimsækir Galatasaray í A-riðli og má búast við að Sveindís Jane Jónsdóttir komi inn af bekknum í þeirri viðureign.

Wolfsburg hefur farið óvenjulega illa af stað í Meistaradeildinni og er án stiga eftir tapleiki gegn AS Roma og Olympique Lyon í fyrstu tveimur umferðunum. Wolfsburg þarf sigur gegn Galatasaray í dag og í næstu umferð til að blanda sér aftur í baráttuna um tvö efstu sæti riðilsins.

Þá eru góðar líkur á því að Amanda Jacobsen Andradóttir verði í byrjunarliði FC Twente sem heimsækir Real Madrid í B-riðli.

Twente og Real Madrid deila öðru sæti riðilsins eftir sigurleiki gegn Celtic og tapleiki gegn stórveldi Chelsea.

Roma mætir svo Lyon í stórleik í kvöld á meðan Celtic og Chelsea eigast við.

Leikir dagsins:
17:45 Galatasaray - Wolfsburg
17:45 Real Madrid - Twente
20:00 Roma - Lyon
20:00 Celtic - Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner