Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 13. nóvember 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri búinn að skrifa undir hjá Roma í fjórða sinn
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri er að taka við stjórnartaumunum hjá AS Roma eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu í ítölsku höfuðborginni.

Ranieri er 73 ára gamall og hefur verið án starfs síðan í sumar, eftir að honum tókst að bjarga Cagliari frá falli úr Serie A.

Ranieri lagði þjálfaraflautuna á hilluna eftir síðustu leiktíð með Cagliari en hefur ákveðið að taka hana aftur niður til að aðstoða Roma á erfiðum tímapunkti.

Þetta er í þriðja sinn sem Ranieri tekur við þjálfun á liði AS Roma eftir að hafa stýrt félaginu frá 2009 til 2011 og aftur til bráðabirgða 2019, en hann hóf fótboltaferilinn sinn einnig með félaginu árið 1973. Hann þótti ekki nægilega góður og fékk aðeins að spila 6 keppnisleiki með meistaraflokki áður en hann skipti um félag.

Í fortíðinni hefur Ranieri meðal annars þjálfað Napoli, Atlético Madrid, Valencia, Juventus, Inter og Chelsea en vann sér helst til frægðar að sigra ensku úrvalsdeildina á ótrúlegan hátt með Leicester City tímabilið 2015-16.

AS Roma á eftir að staðfesta Ranieri sem nýjan þjálfara en fregnirnar þykja öruggar. Ranieri mun skrifa undir samning við Roma sem gildir út tímabilið og verður þar með þriðji þjálfarinn til að stýra liðinu á leiktíðinni.

Daniele De Rossi byrjaði við stjórnvölinn en var rekinn eftir slæma byrjun og Ivan Juric ráðinn í hans stað. Juric mistókst að bæta gengi Roma og er Ranieri næstur inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner