Tobias Thomsen er að yfirgefa Breiðablik og heldur til HB Köge, uppeldisfélags síns í dönsku fyrstu deildinni.
Danski miðillinn Tipsbladet greinir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun síðar í dag og skrifa undir þriggja ára samning við HB Köge.
Samningur Danans við Breiðablik rann út eftir tímabilið og hugurinn leitaði heim. Thomsen, sem er 33 ára, skoraði tíu mörk í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.
Hjá Köge verður Tobias liðsfélagi Marcel Römer, sem lék með KA í sumar. Liðið situr í 10. sæti dönsku fyrstu deildarinnar með einungis 17 stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir

