Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea
Powerade
Börsungar vilja Kane til að fylla skarð Lewandowski.
Börsungar vilja Kane til að fylla skarð Lewandowski.
Mynd: EPA
Adam Wharton er eftirsóttur.
Adam Wharton er eftirsóttur.
Mynd: EPA
Það er landsleikjagluggi og alla augu beinast að Bakú þar sem Aserbaísjan og Ísland mætast í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Til að stytta biðina er ekki úr vegi að skoða helsta slúðrið.

Enski sóknarmaðurinn Harry Kane (32) er fyrsti kostur Barcelona til að fylla skarð pólska landsliðsmannsins Robert Lewandowski (37) næsta sumar. Börsungar gætu virkjað 57 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Kane við Bayern München. (Guardian)

Adam Wharton (21), miðjumaður Crystal Palace, er efstur á óskalista Chelsea fyrir janúargluggann. (Teamtalk)

Son Heung-min (33), fyrrum framherji Tottenham, segir að hann muni ekki yfirgefa Los Angeles FC í janúar þegar MLS-tímabilinu í Bandaríkjunum lýkur. (Evening Standard)

Juventus vonast til að sannfæra franska markvörðinn Mike Maignan (30) um að ganga í raðir félagsins þegar samningur hans við AC Milan rennur út í sumar. Chelsea hefur einnig áhuga á Maignan. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea hefur ekki gert tilraun til að fá brasilíska framherjann Rodrygi (24) hjá Real Madrid. Manchester City og Tottenham hafa áhuga á honum. (Fabrizio Romano)

Juventus hefur ekki náð samkomulagi við Kenan Yildiz (20) um nýjan samning og viðræður gengið illa. Tyrkneski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Arsenal, Chelsea og Real Madrid. (Gazzetta dello Sport)

Real Madrid er að ganga frá samningi við Lyon um að brasilíski sóknarmaðurinn Endrick (19) fari á lán til franska félagsins í janúar. (Globo Esporte)

Napoli og Leeds United vilja fá enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (20) en Manchester United vill aðeins hleypa honum á lán ef félagið fær mann til að fylla hans skarð. (Teamtalk)

Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen (29) vill vera áfram hjá Barcelona og segist ekki vera með neina varaáætlun ef spænska félagið endurnýjar ekki samning hans sem rennur út næsta sumar. (Tipsbladet)

Slaven Bilic segist hafa verið nálægt því að taka aftur við West Ham áður en félagið ákvað að ráða Nuno Espirito Santo. (TalkSport)
Athugasemdir
banner
banner