Enski miðjumaðurinn Ross Barkley hefur sagt skilið við bakkus meðan á ferlinum stendur og segir vínið oft hafa komið honum í hann krappann.
Hann rifjaði upp eitt slíkt atvik í viðtali nýverið, þar sem Frank Lampard, þáverandi stjóri Chelsea, refsaði honum eftir að myndskeið af Barkley á knæpum Liverpool-borgar fór í dreifingu.
Lampard lét hann ferðast með Chelsea til Frakklands, þar sem liðið mætti Lille í Meistaradeildinni án þess þó að vera í leikmannahópnum. Barkley þurfti að horfa á leikinn einn og sér í liðsrútunni.
Barkley segir að hann hefði lært mikið af reynslunni og lagt áherslu á mikilvægi þess að tala við fólk um andlega heilsu. Hann sagðist hafa leitað til íþróttasálfræðings og fengið mikinn stuðning í gegnum slíkt samtal.
Hann er nú á sínu öðru tímabili hjá Aston Villa og hefur komið við sögu í fimm leikjum á tímabilinu í deildinni.


