Jóhann Berg Guðmundsson spilaði 100. landsleik sinn fyrir Ísland í dag þegar Ísland vann 2-0 sigur á Aserbaísjan. Hann lagði upp seinna markið á Sverri Inga Ingason.
Hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 en það var einmitt gegn Aserbaísjan í æfingaleik þar sem hann lagði upp mark á Grétar Rafn Steinsson.
Hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 en það var einmitt gegn Aserbaísjan í æfingaleik þar sem hann lagði upp mark á Grétar Rafn Steinsson.
KSÍ birti fallegt myndband fyrir leikinn til heiðurs Jóhanns Berg þar sem hægt er að sjá það helsta af landsliðsferlinum hans til þessa.,
Jóhann Berg hefur skorað átta landsliðsmörk. Hann var í hópnum á EM 2016 og HM 2018.
Athugasemdir


