Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 17:00
Kári Snorrason
El Ghazi vann dómsmál gegn Mainz og lætur félagið heyra það
Mynd: EPA

Þýska félagið Mainz 05 hefur tapað áfrýjunarmáli gegn Anwar El Ghazi, vegna ólögmætrar uppsagnar.


Mainz rifti samningi leikmannsins í nóvember 2023 eftir að hann birti færslur á samfélagsmiðlum um átökin í Gaza, en í júlí 2024 úrskurðaði þýskur dómstóll að ummælin féllu undir tjáningarfrelsi og uppsögnin hefði því verið ólögmæt.

Félagið áfrýjaði málinu, en dómstóll í Rheinland Pfalz staðfesti á miðvikudag fyrri niðurstöðu.

El Ghazi fagnaði úrskurðinum og segir í tilkynningu á samfélagmiðlinum X að dómurinn sendi skýr skilaboð um að það sé bannað að þagga niður í þeim sem tala fyrir góðu málefni.

„Regluleg töp á vellinum virðast greinilega ekki nægja stjórn félagsins, því hún sækir sífellt fleiri töp fyrir þýskum dómstólum. Ég er þakklátur þýskum dómstólum fyrir að tryggja réttlæti og sjá í gegnum órökstuddar og fáránlegar ásakanir félagsins,“ segir meðal annars í tilkynningu El Ghazi.


Athugasemdir
banner
banner
banner