Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 09:15
Brynjar Ingi Erluson
Óánægður með eigin frammistöðu og vill setja skóna upp í hillu
Mynd: EPA
Rafa Silva, leikmaður Besiktas í Tyrklandi, stefnir að því að leggja skóna á hilluna á næstu dögum en þetta segja tyrkneskir miðlar í dag.

Þessi 32 ára gamli vængmaður spilaði lengst af með Benfica eða átta ár þar sem hann var einn af þeirra mikilvægustu mönnum áður en hann gekk í raðir Besiktas á síðasta ári.

Áður lék hann með Feirense og Braga, en hann vann portúgalska bikarinn hjá síðarnefnda liðinu áður en Benfica keypti hann fyrir 16,4 milljónir evra.

HalkTV segir frammistöðu Rafa Silva hafa hrakað gífurlega á þessari leiktíð og er hann sagður óánægður með stöðuna.

Rafa er núna alvarlega að íhuga að leggja skóna á hilluna. Hann ætlar ekki að gera það eftir tvo mánuði eða eftir tímabilið heldur á næstu dögum.

Forseti Besiktas mun funda með Rafa á næstu dögum og gera eina lokatilraun til að reyna sannfæra Portúgalann um að halda áfram að spila.

Á tíma hans hjá Besiktas hefur hann komið að 39 mörkum í 65 leikjum. Hann er áttundi markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk og Rafa líklega að gera úlfalda úr mýflugu með þessari pælingu sinni.
Athugasemdir
banner
banner