Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. desember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Markvörður AZ til Íslands um jólin: Þetta er mjög heimskulegt
Marco Bizot.
Marco Bizot.
Mynd: Getty Images
Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, fékk á sig fjögur mörk þegar liðið tapaði 4-0 gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

AZ á þrjá leiki eftir til viðbótar fyrir jólafrí en Bizot ætlar að dvelja á Íslandi yfir hátíðarnar.

„Við ætlum að leigja bíl, keyra um og skoða," sagði Bizot í viðtali við The Athletic.

„Það er vetrarfrí og við ætlum að fara eitthvert þar sem er ennþá kaldara - þetta er mjög heimskulegt!"

„Það eru ekki margir sem myndu gera þetta. Allir aðrir myndu vera í Dubai í sólinni á meðan við erum í mínus tuttugu. Þetta sýnir að við erum svolítið klikkuð."

Albert Guðmundsson er liðsfélagi Bizot hjá AZ en hann er á meiðslalistanum í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner