Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Komin upp hugmynd að nýrri dagsetningu fyrir Everton - Liverpool
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það eru núna viðræður í gangi um nýja dagsetningu fyrir grannaslag Everton og Liverpool.

Leikurinn átti að fara fram um síðustu helgi en honum var frestað vegna veðurs.

Núna segir Mirror að það sé komin upp hugmynd um að spila leikinn 11. febrúar næstkomandi en það þarf að fá leyfi frá UEFA fyrir því.

Leikurinn myndi þá nefnilega falla inn í Meistaradeildarviku, þegar umspilin um sæti í 16-liða úrslitum eru spiluð. Allar líkur eru á því að Liverpool verði ekki þar, heldur fari beint í 16-liða úrslitin.

Samt þarf að fá leyfi til að spila leikinn þarna en það er búist við því að þessi dagsetning muni ganga upp.

Þetta verður síðasti grannaslagur þessara liða á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en Everton flytur sig á nýjan heimavöll á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner