fös 14. janúar 2022 19:24
Victor Pálsson
Afríkukeppnin: Sigur hjá Malaví og Marokkó
En-Nesyri klikkaði á vítaspyrnu.
En-Nesyri klikkaði á vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Malaví vann sinn fyrsta leik í Afríkukeppninni í kvöld er liðið spilaði við Simbabve í öðrum leik sínum í riðlakeppninni.

Malaví tapaði fyrsta leik sínum 1-0 gegn Gíneu á meðan Simbabve þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Senegal.

Gabadinho Mhango sá um að klára leikinn fyrir Malaví en hann gerði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.

Á sama tíma vann lið Marokkó þægilegan sigur á Kómoroeyjum og er með fullt hús stiga á toppi C riðils eftir tvær umferðir.

Einn leikur er í gangi í þeim riðli en Gana og Gabon eigast nú við og er staðan 1-0 fyrir Gana.

Malaví 2 - 1 Simbabve
0-1 Ishmael Wadi ('38 )
1-1 Gabadinho Mhango ('43 )
2-1 Gabadinho Mhango ('58 )

Marokkó 2 - 0 Kómoreyjar
1-0 Selim Amallah ('16 )
1-0 Youssef En-Nesyri ('83 , Misnotað víti)
2-0 Zakaria Aboukhlal ('89 )
Athugasemdir
banner
banner