Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. janúar 2022 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég samgleðst mjög mikið með Gumma"
,,Alltaf gott að vera með Gvara''
Það voru mín fyrstu orð til Gumma eftir leikinn við okkur, að þeir ættu að fara alla leið fyrst þeir unnu okkur
Það voru mín fyrstu orð til Gumma eftir leikinn við okkur, að þeir ættu að fara alla leið fyrst þeir unnu okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður áfram hjá New England
Verður áfram hjá New England
Mynd: Getty Images
Þorleifur á framtíðina fyrir sér
Þorleifur á framtíðina fyrir sér
Mynd: Duke
„Jú, ég [verð áfram]. Ég gerði 2+1 ára samning við New England og ég á því þetta ár eftir og svo er möguleiki á því þriðja. Ég tek þetta ár og er mjög spenntur fyrir því," sagði Arnór Ingvi Traustason á blaðamannafundi á miðvikudag.

Njarðvíkingurinn bar fyriliðabandið þegar Ísland mætti Úganda í vináttuleik á miðvikudag og ræddi um leikinn, landsliðið og félagslið sitt, New England Revolution, á fundinum eftir leik.

Sjá einnig:
Arnór Ingvi: Það er ekkert annað en heiður
Arnór Ingvi hefur stigið upp
Enginn í Boston veit hver Arnór er - „Eins og keisarinn sé að koma inn í klefann"

Spennandi að sjá Þorleif í Houston
Þorleifur Úlfarsson var valinn fjórði í nýliðavali MLS-deildarinnar í vikunni. Arnór var spurður út í valið.

„Ég vissi af því að hann væri að fara til Houston og ég horfði á hann vera valinn. Það er bara geggjað, maður fylgdist með fréttum af honum úti og hann var að standa sig ekkert smá vel með Duke. Hann á framtíðina fyrir sér, það verður spennandi að sjá hann. Við erum þrír í deildinni, Houston, Montreal og New England eftir að Gummi fór frá New York."

Sjá einnig:
Myndi helst ekki vilja mæta Gumma - „Kaninn kann að búa til sjónvarp"

Samgleðst með Gumma - Sagði við hann að þeir ættu að fara alla leið
Talandi um Gumma [Guðmund Þórarinsson]. Þeir í New York City unnu ykkur í leið sinni að titlinum. Gastu samglaðst með honum að klára titilinn?

„Alveg klárlega, það voru mín fyrstu orð til Gumma eftir leikinn við okkur að þeir ættu að fara alla leið fyrst þeir unnu okkur. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klára þetta, þeir voru með rosalega gott lið og leikurinn við þá var erfiður. Ég samgleðst mjög mikið með Gumma,“ sagði Arnór.

Alltaf gott að vera með Gvara
Hvernig er að vera með Njarðvíkingnum Ingvari Jónssyni í hóp?

„Það er gaman, það er alltaf gott að vera með Gvara og alltaf gaman að sjá hann. Hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi. Við deilum herbergi saman í ferðinni sem er mjög gaman."
Athugasemdir
banner