Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Walker ekki í hóp en Pereira byrjar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það hefur ekki farið framhjá neinum fótboltaunnenda að janúarglugginn er opinn og er útlit fyrir að ýmsir úrvalsdeildarleikmenn séu að skipta um félög.

Bakvörðurinn Kyle Walker er einn þeirra en hann var ekki valinn í hóp hjá Manchester City annan leikinn í röð. Englandsmeistararnir heimsækja Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Walker er ekki í hóp.

Walker hefur beðið um að fá að tala við önnur félög sem hafa áhuga á honum og er AC Milan talið vera meðal fremstu félaga í þeim efnum, en samkeppni frá Sádi-Arabíu gæti reynst ítalska félaginu ofviða.

Brasilíski miðjumaðurinn Andreas Pereira er hins vegar í byrjunarliði Fulham gegn West Ham, þrátt fyrir nýtt tilboð frá Palmeiras. Talið er að Pereira hafi áhuga á félagaskiptunum en hann sé einnig reiðubúinn til að vera eftir hjá Fulham.

Úrvalsdeildin:
19:30 Brentford - Man City
19:30 West Ham - Fulham
19:30 Chelsea - Bournemouth
20:00 Nott. Forest - Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner