Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. febrúar 2020 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Þór í Kórdrengi (Staðfest)
Mynd: Hanna Símonardóttir
Kórdrengir halda áfram að styrkja hópinn sinn fyrir komandi átök í 2. deildinni. Þeir eru búnir að ganga frá samningi við markvörðinn Andra Þór Grétarsson.

Andri Þór er fæddur 1998 og lék níu leiki með Aftureldingu í fyrra áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum. Sumarið 2018 var hann aðalmarkvörður Mosfellinga í 2. deildinni en þar áður lék hann fyrir HK.

Andri er hálfbróðir Ingvars Þórs Kale sem varði mark Kórdrengja áður en hann lagði hanskana á hilluna í vetur.

Andri á ellefu leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og mun vafalítið reynast mikilvæg viðbót við leikmannahóp Kórdrengja.
Athugasemdir
banner