sun 14. febrúar 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Montejo skoraði mark sem þótti minna á mark Gareth Bale
Alvaro Montejo.
Alvaro Montejo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo gerði rosalegt mark í leik á Spáni í dag.

Montejo, sem er nýorðinn þrítugur, er búinn að spila fyrir Þór síðan 2018. Á þessum þremur tímabilum sem hann hefur spilað fyrir norðan, hefur hann skorað 40 mörk í 57 deildarleikjum.

Hann er núna að spila með Union Adarve í spænsku D-deildinni og þar hefur hann verið að skora nokkuð.

Í dag skoraði hann eitt af mörkum ársins á Spáni og þá er ekki bara verið að tala um D-deildina.

Okkar maður @alvaro8montejo með þetta líka ROSALEGA mark á Spáni! Hlökkum svo sannarlega til að fá hann aftur í rautt og hvítt," segir á Twitter-síðu Þórs en hér fyrir neðan má sjá markið.

Fjölmiðillinn Golsmedia og þar segir að þetta mark sé alls ekki ólíkt markinu sem Gareth Bale gerði fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildinnar 2018.



Athugasemdir
banner
banner