Wolves voru að leggja Southampton að velli rétt í þessu eftir að hafa lent undir á útivelli.
Staðan var 1-0 í leikhlé en Úlfarnir komu til baka í síðari hálfleik. Fyrst jafnaði Ruben Neves úr vítaspyrnu og síðan gerði Pedro Neto laglegt sigurmark á 66. mínútu.
Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö atvik, en vítaspyrnudómurinn hefði þótt nokkuð harður áður en reglunum um hendi innan vítateigs var breytt. Ryan Bertrand fékk vítaspyrnu dæmda á sig fyrir hendi eftir að hafa fengið boltann í sig af stuttu færi.
Neto sýndi frábæra takta þegar hann gerði sigurmarkið af þröngu færi eftir að hafa leikið á varnarmann Southampton.
Vítaspyrnan
Sigurmarkið
Athugasemdir