Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Isak á ekki skilið að spila"
Mynd: EPA
Alexander Isak spilaði sinn sjöunda leik fyrir Liverpool á tímabilinu í tapinu gegn Man Utd í gær en hann átti mjög erfitt uppdráttar.

Isak er dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en Liverpool keypti hann frá Newcastle fyrir 125 milljónir punda í sumar eftir mikla dramatík þar sem hann fór í verkfall til að koma sér frá Newcastle.

Isak hefur aðeins skorað eitt mark en það kom í sigri gegn Southampton í enska deildabikarnum. Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Man Utd, segir að hann eigi ekki skilið að spila fram yfir Hugo Ekitike sem hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum.

„Ég myndi ekki spila Isak, hann hefur ekki litið út fyrir að vera tilbúinn siðan hann kom frá Newcastle," sagði Rooney.

„Hann hefur ekki æft, hann var ekki með á undirbúningstímabilið, það er svo mikilvægt. Á meðan Newcastle æfði var hann örugglega bara heima hjá sér í símanum við umboðsmanninn í sex tíma á dag að reyna koma sér í burtu."

„Það er svo erfitt þegar þú færð ekki undirbúningstímabil. Hann gæti hafa gert eitthvað sjálfur en hann er að borga fyrir það. Miðað við frammistöðu á hann ekki skilið að spila fram yfir Ekitike," sagði Rooney að lokum.
Athugasemdir
banner