Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 09:57
Elvar Geir Magnússon
Dyche nálægt undirskrift í Skírisskógi
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að allt bendi til þess að Sean Dyche verði næsti stjóri Nottingham Forest.

Ange Postecoglou var rekinn um helgina eftir tap gegn Chelsea en Forest er í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir aðeins einn sigur í átta leikjum.

BBC segir að Dyche hafi átt í viðræðum við Forest í gær og þær þróast hratt og vel. Það stefnir í að hann verði þriðji stjóri liðsins á tímabilinu.

Roberto Mancini ræddi einnig við forráðamenn Forest og þá hafði félagið áhuga á Marco Silva en hann er bundinn Fulham.

Sagt er að Dyche, sem er fyrrum stjóri Everton og Burnley, sé því sá eini sem sé í myndinni núna.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner