Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. mars 2021 23:37
Aksentije Milisic
Ofbeldisfullt rán heima hjá Di Maria - Eiginkonu hans rænt?
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria, leikmaður PSG í Frakklandi, var í byrjunarliði liðsins í gær en PSG tapaði mjög óvænt gegn Nantes í frönsku deildinni.

Staðan var 1-1 þegar Di Maria var skipt af velli á 62. mínútu en skipting átti sér stað með mjög undarlegum hætti sem nú hefur hins vegar verið útskýrt.

Starfsmaður vallarins talaði við Leonardo, sem er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, á meðan hann sat og horfði á leikinn. Leonardo hallaði sér þá niður og talaði við Mauricio Pochettino, þjálfara liðsins, áður en hann fór í símtal.

Pochettino tók Di Maria strax af velli og skildu fáir hvað var að eiga sér stað þarna. Málið hefur núna verið útskýrt og er það mjög alvarlegt.

Það var brotist inn á heimili Di Maria í gær og var ránið mjög ofbeldisfullt samkvæmt frönskum fjölmiðlum. Fjölskyldan hans Di Maria var heima þegar ránið átti sér stað. Talað er um að eiginkonu Di Maria hafi verið rænt en ekki er komið í ljós hvort þær fréttir séu 100% sannar. Skefilegt ef satt reynist.

PSG hefur verið í miklu veseni með þetta á síðustu 18 mánuðum en þá hafði einnig verið brotist inn hjá Sergio Rico, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo Moting og fleirum.

Núna eru fréttir að berast að það var einnig brotist inn hjá foreldrum Marquinhos. Hann spilaði allan leikinn í kvöld.





Athugasemdir
banner