Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. mars 2021 17:35
Aksentije Milisic
Ole hefur enga samúð með Moyes - „Getur ekki vorkennt einhverjum sem stýrði United”
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur sagt að hann vorkennir ekki David Moyes eftir tíma hans hjá United.

Moyes stýrði United í tíu mánuði og er óhætt að segja að það gekk ekkert upp. Moyes mætir nú aftur á Old Trafford í kvöld, sem stjóri West Ham United.

Moyes fékk það erfiða verkefni að taka við Man Utd af Sir Alex Ferguson árið 2013. Liðið var í sjöunda sæti deildarinnar þegar Moyes var rekinn eftir tíu mánuði í starfi. Hann fékk sex ára samning þegar hann tók við liðinu.

Moyes hefur hins vegar verið að gera frábæra hluti með West Ham en félagið er þessa stundina í mikillri baráttu um Meistaradeildarsæti og því leikurinn í kvöld gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Solskjær tók tímabundið við United í desember árið 2018 þegar Jose Mourinho var rekinn. Hann var síðan ráðinn nýr stóri liðsins í mars mánuði 2019 en náði einungis að stýra liðinu í sjötta sætið á þeirri leiktíð. Í fyrra hafnaði liðið svo í þriðja sætinu.

„Þú getur ekki vorkennt einhverjum sem hefur stýrt Manchester United. Moyes er að sýna samt hversu megnugur hann er hjá West Ham,” sagði Ole.

„Ekkert ætti að koma á óvart í fótboltanum. En Moyes hefur bætt lið West Ham gífurlega mikið, það sjá allir. Þeir eru með Antonio sem er að spila vel, Soucek er að skora mörkin og Moyes hefur byggt ofan á það.”

„Þú sérð hversu vel skipulagt lið þetta er og þeir eru að sýna stöðugleika."

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner