Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 14. mars 2024 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór er úr leik í Lengjubikarnum eftir svekkjandi tap gegn Breiðablik í undanúrslitunum í Boganum í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap þar sem mér fannst við ofan á nánast allan leikinn og mér leið eftir leikinn eins og við hefðum unnið þetta 3 til 4-0 núll," sagði Siggi.

„Þetta var bara eins og við erum búnir að vera spila. Það var gaman að fá alvöru lið hingað og geta séð hvar við stöndum og miðað við þessa frammistöðu erum við á mjög flottum stað. En við viljum ennþá meira og vera betri og kröftugri og þá erum við í mjög góðum málum í sumar."

Siggi Höskulds var ráðinn til Þórs í vetur en hann var aðstoðarþjálfari Vals síðasta sumar. Valur samdi við Gylfa Þór Sigurðsson í dag en Siggi var spurður út í þessi risa tíðindi.

„Þótt að ég sé Valsari og þetta snertir mig svolítið líka þá held ég að þetta sé mjög gott fyrir íslenskan fótbolta. Eina sem maður heyrir er að hann er á mjög góðum stað líkamlega. Þetta er virkilega spennandi og vonandi sjáum við hann sem mest inn á vellinum og hann nái takti strax og verður flottur," sagði Siggi.

„Umræðan var svolítið eins og Besta deildin væri að detta niður, áhuginn. Þetta hlítur að rífa það allsvakalega upp. Nú eru bara tvær til þrjár vikur í mótið, manni fannst þetta fara rosa hægt af stað, þetta mun sprengja deildina alveg klárlega."


Athugasemdir
banner