Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 14. mars 2024 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór er úr leik í Lengjubikarnum eftir svekkjandi tap gegn Breiðablik í undanúrslitunum í Boganum í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap þar sem mér fannst við ofan á nánast allan leikinn og mér leið eftir leikinn eins og við hefðum unnið þetta 3 til 4-0 núll," sagði Siggi.

„Þetta var bara eins og við erum búnir að vera spila. Það var gaman að fá alvöru lið hingað og geta séð hvar við stöndum og miðað við þessa frammistöðu erum við á mjög flottum stað. En við viljum ennþá meira og vera betri og kröftugri og þá erum við í mjög góðum málum í sumar."

Siggi Höskulds var ráðinn til Þórs í vetur en hann var aðstoðarþjálfari Vals síðasta sumar. Valur samdi við Gylfa Þór Sigurðsson í dag en Siggi var spurður út í þessi risa tíðindi.

„Þótt að ég sé Valsari og þetta snertir mig svolítið líka þá held ég að þetta sé mjög gott fyrir íslenskan fótbolta. Eina sem maður heyrir er að hann er á mjög góðum stað líkamlega. Þetta er virkilega spennandi og vonandi sjáum við hann sem mest inn á vellinum og hann nái takti strax og verður flottur," sagði Siggi.

„Umræðan var svolítið eins og Besta deildin væri að detta niður, áhuginn. Þetta hlítur að rífa það allsvakalega upp. Nú eru bara tvær til þrjár vikur í mótið, manni fannst þetta fara rosa hægt af stað, þetta mun sprengja deildina alveg klárlega."


Athugasemdir
banner