Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   fim 14. mars 2024 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór er úr leik í Lengjubikarnum eftir svekkjandi tap gegn Breiðablik í undanúrslitunum í Boganum í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap þar sem mér fannst við ofan á nánast allan leikinn og mér leið eftir leikinn eins og við hefðum unnið þetta 3 til 4-0 núll," sagði Siggi.

„Þetta var bara eins og við erum búnir að vera spila. Það var gaman að fá alvöru lið hingað og geta séð hvar við stöndum og miðað við þessa frammistöðu erum við á mjög flottum stað. En við viljum ennþá meira og vera betri og kröftugri og þá erum við í mjög góðum málum í sumar."

Siggi Höskulds var ráðinn til Þórs í vetur en hann var aðstoðarþjálfari Vals síðasta sumar. Valur samdi við Gylfa Þór Sigurðsson í dag en Siggi var spurður út í þessi risa tíðindi.

„Þótt að ég sé Valsari og þetta snertir mig svolítið líka þá held ég að þetta sé mjög gott fyrir íslenskan fótbolta. Eina sem maður heyrir er að hann er á mjög góðum stað líkamlega. Þetta er virkilega spennandi og vonandi sjáum við hann sem mest inn á vellinum og hann nái takti strax og verður flottur," sagði Siggi.

„Umræðan var svolítið eins og Besta deildin væri að detta niður, áhuginn. Þetta hlítur að rífa það allsvakalega upp. Nú eru bara tvær til þrjár vikur í mótið, manni fannst þetta fara rosa hægt af stað, þetta mun sprengja deildina alveg klárlega."


Athugasemdir
banner
banner