Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fös 14. mars 2025 22:03
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með spilamennsku síns liðs eftir að þeir töpuðu í kvöld gegn Fylki 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Mér fannst þetta vera tveir ólíkir hálfleikar, mér fannst við spila virkilega vel í fyrri hálfleik. Í raun og veru klaufar að vera ekki búnir að koma okkur í aðeins betri stöðu heldur en að hafa jafnt þegar við gengum inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fannst mér þeir vera betri aðilinn. Við vorum þungir og hægir og náðum einhvernegin aldrei takt. Þeir byrjuðu mjög vel og ná að halda, að eiga mómentið í seinni hálfleik. Við gerðum bara ekki nóg í þeim síðari til að verðskulda eitthvað."

Lengjubikarinn er ekki hæst skrifaða mótið, en þegar lið eru komin áfram í undanúrslit, hlýtur að vera svekkjandi að detta úr leik. Sama hvað mótið heitir.

„Fyrst og síðast þá þurfum við bara að skoða og læra af því hvað gerist í seinni hálfleik. Hverng við missum tökin á leiknum. Ég held að það sé dýrmætasti lærdómurinn úr þessum leik. Það er alltaf svekkjandi að tapa, en það er samt ekkert hægt að vera svekktur, þegar maður upplifir að þegar öllu er á botninn hvolft að þú gerðir bara ekki nóg. Vissulega hefði verið gaman að fara í úrslitaleikinn, en samt ekkert endilega ef þú horfir á þetta. Mér finnst við þurfa að vinna fyrir því að spila þann leik og þegar við spilum seinni hálfleikinn eins og við spiluðum hann í dag. Þá er ekkert hægt að vera svekktur yfir því að vera ekki í úrslitaleiknum, við gerðum bara ekki nógu mikið."

Formaður Fjölnis var með áhugaverð ummæli í dag, þar sem hann gagnrýndi KSÍ fyrir að velja bara leikmenn í yngri landsliðin þegar þeir eru komnir í stærri félagslið.

„Ég ætla ekki að vera setja mig í dómarasæti. Hann upplifir þetta svona og við verðum bara að bera virðingu fyrir því. Við erum þakklátir Fjölnis mönnum, við höfum fengið tvo frábæra leikmenn úr þeirra unglingastarfi og erum glaðir með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner