Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 14. mars 2025 22:03
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með spilamennsku síns liðs eftir að þeir töpuðu í kvöld gegn Fylki 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Mér fannst þetta vera tveir ólíkir hálfleikar, mér fannst við spila virkilega vel í fyrri hálfleik. Í raun og veru klaufar að vera ekki búnir að koma okkur í aðeins betri stöðu heldur en að hafa jafnt þegar við gengum inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fannst mér þeir vera betri aðilinn. Við vorum þungir og hægir og náðum einhvernegin aldrei takt. Þeir byrjuðu mjög vel og ná að halda, að eiga mómentið í seinni hálfleik. Við gerðum bara ekki nóg í þeim síðari til að verðskulda eitthvað."

Lengjubikarinn er ekki hæst skrifaða mótið, en þegar lið eru komin áfram í undanúrslit, hlýtur að vera svekkjandi að detta úr leik. Sama hvað mótið heitir.

„Fyrst og síðast þá þurfum við bara að skoða og læra af því hvað gerist í seinni hálfleik. Hverng við missum tökin á leiknum. Ég held að það sé dýrmætasti lærdómurinn úr þessum leik. Það er alltaf svekkjandi að tapa, en það er samt ekkert hægt að vera svekktur, þegar maður upplifir að þegar öllu er á botninn hvolft að þú gerðir bara ekki nóg. Vissulega hefði verið gaman að fara í úrslitaleikinn, en samt ekkert endilega ef þú horfir á þetta. Mér finnst við þurfa að vinna fyrir því að spila þann leik og þegar við spilum seinni hálfleikinn eins og við spiluðum hann í dag. Þá er ekkert hægt að vera svekktur yfir því að vera ekki í úrslitaleiknum, við gerðum bara ekki nógu mikið."

Formaður Fjölnis var með áhugaverð ummæli í dag, þar sem hann gagnrýndi KSÍ fyrir að velja bara leikmenn í yngri landsliðin þegar þeir eru komnir í stærri félagslið.

„Ég ætla ekki að vera setja mig í dómarasæti. Hann upplifir þetta svona og við verðum bara að bera virðingu fyrir því. Við erum þakklátir Fjölnis mönnum, við höfum fengið tvo frábæra leikmenn úr þeirra unglingastarfi og erum glaðir með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir