Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fös 14. mars 2025 22:03
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með spilamennsku síns liðs eftir að þeir töpuðu í kvöld gegn Fylki 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Mér fannst þetta vera tveir ólíkir hálfleikar, mér fannst við spila virkilega vel í fyrri hálfleik. Í raun og veru klaufar að vera ekki búnir að koma okkur í aðeins betri stöðu heldur en að hafa jafnt þegar við gengum inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fannst mér þeir vera betri aðilinn. Við vorum þungir og hægir og náðum einhvernegin aldrei takt. Þeir byrjuðu mjög vel og ná að halda, að eiga mómentið í seinni hálfleik. Við gerðum bara ekki nóg í þeim síðari til að verðskulda eitthvað."

Lengjubikarinn er ekki hæst skrifaða mótið, en þegar lið eru komin áfram í undanúrslit, hlýtur að vera svekkjandi að detta úr leik. Sama hvað mótið heitir.

„Fyrst og síðast þá þurfum við bara að skoða og læra af því hvað gerist í seinni hálfleik. Hverng við missum tökin á leiknum. Ég held að það sé dýrmætasti lærdómurinn úr þessum leik. Það er alltaf svekkjandi að tapa, en það er samt ekkert hægt að vera svekktur, þegar maður upplifir að þegar öllu er á botninn hvolft að þú gerðir bara ekki nóg. Vissulega hefði verið gaman að fara í úrslitaleikinn, en samt ekkert endilega ef þú horfir á þetta. Mér finnst við þurfa að vinna fyrir því að spila þann leik og þegar við spilum seinni hálfleikinn eins og við spiluðum hann í dag. Þá er ekkert hægt að vera svekktur yfir því að vera ekki í úrslitaleiknum, við gerðum bara ekki nógu mikið."

Formaður Fjölnis var með áhugaverð ummæli í dag, þar sem hann gagnrýndi KSÍ fyrir að velja bara leikmenn í yngri landsliðin þegar þeir eru komnir í stærri félagslið.

„Ég ætla ekki að vera setja mig í dómarasæti. Hann upplifir þetta svona og við verðum bara að bera virðingu fyrir því. Við erum þakklátir Fjölnis mönnum, við höfum fengið tvo frábæra leikmenn úr þeirra unglingastarfi og erum glaðir með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner