Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 14. mars 2025 22:03
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með spilamennsku síns liðs eftir að þeir töpuðu í kvöld gegn Fylki 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Mér fannst þetta vera tveir ólíkir hálfleikar, mér fannst við spila virkilega vel í fyrri hálfleik. Í raun og veru klaufar að vera ekki búnir að koma okkur í aðeins betri stöðu heldur en að hafa jafnt þegar við gengum inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fannst mér þeir vera betri aðilinn. Við vorum þungir og hægir og náðum einhvernegin aldrei takt. Þeir byrjuðu mjög vel og ná að halda, að eiga mómentið í seinni hálfleik. Við gerðum bara ekki nóg í þeim síðari til að verðskulda eitthvað."

Lengjubikarinn er ekki hæst skrifaða mótið, en þegar lið eru komin áfram í undanúrslit, hlýtur að vera svekkjandi að detta úr leik. Sama hvað mótið heitir.

„Fyrst og síðast þá þurfum við bara að skoða og læra af því hvað gerist í seinni hálfleik. Hverng við missum tökin á leiknum. Ég held að það sé dýrmætasti lærdómurinn úr þessum leik. Það er alltaf svekkjandi að tapa, en það er samt ekkert hægt að vera svekktur, þegar maður upplifir að þegar öllu er á botninn hvolft að þú gerðir bara ekki nóg. Vissulega hefði verið gaman að fara í úrslitaleikinn, en samt ekkert endilega ef þú horfir á þetta. Mér finnst við þurfa að vinna fyrir því að spila þann leik og þegar við spilum seinni hálfleikinn eins og við spiluðum hann í dag. Þá er ekkert hægt að vera svekktur yfir því að vera ekki í úrslitaleiknum, við gerðum bara ekki nógu mikið."

Formaður Fjölnis var með áhugaverð ummæli í dag, þar sem hann gagnrýndi KSÍ fyrir að velja bara leikmenn í yngri landsliðin þegar þeir eru komnir í stærri félagslið.

„Ég ætla ekki að vera setja mig í dómarasæti. Hann upplifir þetta svona og við verðum bara að bera virðingu fyrir því. Við erum þakklátir Fjölnis mönnum, við höfum fengið tvo frábæra leikmenn úr þeirra unglingastarfi og erum glaðir með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner