Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fös 14. mars 2025 22:03
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með spilamennsku síns liðs eftir að þeir töpuðu í kvöld gegn Fylki 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Mér fannst þetta vera tveir ólíkir hálfleikar, mér fannst við spila virkilega vel í fyrri hálfleik. Í raun og veru klaufar að vera ekki búnir að koma okkur í aðeins betri stöðu heldur en að hafa jafnt þegar við gengum inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fannst mér þeir vera betri aðilinn. Við vorum þungir og hægir og náðum einhvernegin aldrei takt. Þeir byrjuðu mjög vel og ná að halda, að eiga mómentið í seinni hálfleik. Við gerðum bara ekki nóg í þeim síðari til að verðskulda eitthvað."

Lengjubikarinn er ekki hæst skrifaða mótið, en þegar lið eru komin áfram í undanúrslit, hlýtur að vera svekkjandi að detta úr leik. Sama hvað mótið heitir.

„Fyrst og síðast þá þurfum við bara að skoða og læra af því hvað gerist í seinni hálfleik. Hverng við missum tökin á leiknum. Ég held að það sé dýrmætasti lærdómurinn úr þessum leik. Það er alltaf svekkjandi að tapa, en það er samt ekkert hægt að vera svekktur, þegar maður upplifir að þegar öllu er á botninn hvolft að þú gerðir bara ekki nóg. Vissulega hefði verið gaman að fara í úrslitaleikinn, en samt ekkert endilega ef þú horfir á þetta. Mér finnst við þurfa að vinna fyrir því að spila þann leik og þegar við spilum seinni hálfleikinn eins og við spiluðum hann í dag. Þá er ekkert hægt að vera svekktur yfir því að vera ekki í úrslitaleiknum, við gerðum bara ekki nógu mikið."

Formaður Fjölnis var með áhugaverð ummæli í dag, þar sem hann gagnrýndi KSÍ fyrir að velja bara leikmenn í yngri landsliðin þegar þeir eru komnir í stærri félagslið.

„Ég ætla ekki að vera setja mig í dómarasæti. Hann upplifir þetta svona og við verðum bara að bera virðingu fyrir því. Við erum þakklátir Fjölnis mönnum, við höfum fengið tvo frábæra leikmenn úr þeirra unglingastarfi og erum glaðir með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner