Thomas Tuchel opinberaði í morgun sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari Englands og hann er mjög áhugaverður. Liðið er að fara að mæta Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM.
Dan Burn varnarmaður Newcastle var meðal óvæntra nafna í hópnum. Burn, sem er 32 ára, getur spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður en hann hefur ekki leikið landsleik.
Dan Burn varnarmaður Newcastle var meðal óvæntra nafna í hópnum. Burn, sem er 32 ára, getur spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður en hann hefur ekki leikið landsleik.
„Þetta er ótrúleg stund fyrir Dan. Ég verð að segja að það er enginn sem á meira skilið að vera valinn að mínu mati. Ég byrjaði að vinna með Dan þegar við vorum í fallbaráttu. Þetta er svo áhrifamikill náungi og líka hæfileikaríkur leikmaður," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.
„Þetta er falleg fótboltasaga. Einstaklingur sem hefur lagt svo mikið á sig og spilað í öllum deildum. Hann er svo ákveðinn og mikill fagmaður, leiðtogi, alvöru maður, áhrifamikill einstaklingur."
Athugasemdir