Varnarmaðurinn Lilly Rut Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn. Samningurinn er í gildi til loka árs 2028.
Lillý hefur verið í herbúðum Vals frá 2019 en hún gekk til liðs við félagið frá uppeldis félaginu sínu Þór/KA.
Hún hefur leikið 286 leiki á ferlinum og skorað 18 mörk. Hún kom við sögu í 16 leikjum í Bestu deildinni í fyrra og skoraði eitt mark.
„Lillý sem kom fyrst til okkar frá Þór/KA árið 2019 hefur verið einn allra besti miðvörður deildarinnar og mikið gleðiefni að hún skuli hafa framlengt. Hlökkum til að hafa hana hjá okkur áfram," segir í tilkynningu Vals.
Athugasemdir