„Ég er mjög sáttur með leikinn. Rosalega erfiður leikur, völlurinn laus í sér og erfitt lið Fjölnir. Mjög direct lið.“ voru fyrstu viðbrögð Túfa, þjálfara KA, eftir 2-0 sigur á Fjölni á Akureyrarvelli fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Fjölnir
„Við erum ekkert að pæla í að fá inn fleiri leikmenn. Eins og sést með Ívar í dag og Bjarka undanfarið þá kemur bara maður í manns stað. Við erum með frábæran hóp og flottan strúktúr. Allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera þegar þeir spila.“ sagði Túfa um félagaskiptagluggann sem líður undir lok á morgun.
Fleira má sjá í viðtalinu hér að ofanverðu.
Athugasemdir